Þórður Birgisson. Tannlæknir
Dagrún Ösp Össurardóttir. Tannlæknir
Elín Brynja Hilmarsdóttir. Tanntæknir
Dagbjört Steingrímsdóttir. Tanntæknir
Fríður Magnúsdóttir. Tanntæknir
Okkar markmið er - heilbrigðar tennur alla ævi!

Það eru nokkur atriði sem mynda grunninn að góðri tannheilsu. Fyrst þarf að tryggja góðar forvarnir. Við lítum á forvarnir sem einn mikilvægasta þátt tannheilbrigðis. Forvarnir felast í reglulegu eftirliti, tannhreinsun og fræðslu.

Síðan er það greining og viðgerð á tannskemmdum eins og allir þekkja. Ennfremur er nauðsynlegt að gæta þess að tannhold og stoðvefir tanna séu ósýktir og bólgulausir.

Það síðasta er að gæta þess að bitálag sé nægilega vel dreift á eins margar tennur og mögulegt er og að tennunar séu það góðar að þær þola álagið. Ef allir þessir grunnþættir eru í lagi, þá má gera ráð fyrir að tennurnar endist út ævina.